Nýja kalda stríðið Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. júlí 2020 09:00 Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar