Nýja kalda stríðið Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. júlí 2020 09:00 Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun