Handbolti

Fertugur Alexander í fantaformi eftir hléið

Sindri Sverrisson skrifar
Alexander Petersson á æfingu með Löwen í vikunni.
Alexander Petersson á æfingu með Löwen í vikunni. mynd/@alexanderpetersson32

Alexander Petersson varð fertugur fyrr í þessum mánuði en heldur ótrauður áfram á handboltavellinum og hóf í vikunni æfingar fyrir komandi tímabil í Þýskalandi.

Alexander hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi í 17 ár, eða frá því að hann yfirgaf Gróttu/KR árið 2003. Hann hefur leikið með einu besta liði Þýskalands, Rhein-Neckar Löwen, frá árinu 2012 en liðið varð í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð sem ekki tókst þó að klára vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekki er annað að sjá en að Alexander hafi hugsað vel um líkamann á meðan á hléinu frá handboltavellinum stóð en hann birti myndir frá fyrstu æfingum Löwen á Instagram-síðu sinni í vikunni. Allt er fertugum fært og ljóst að Alexander, sem sneri aftur í íslenska landsliðið á EM í janúar og stóð fyrir sínu, ætlar að láta til sín taka í vetur.

Tveir Íslendingar leika með Löwen í vetur því þar er einnig Ýmir Örn Gíslason sem kom til félagsins eftir EM og stimplaði sig inn í efstu deild Þýskalands, þá 22 ára gamall.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.