Jaguar Land Rover hannaði snertilausan snertiskjá Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bendiskjár Cambridge og JLR Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár. Bendi-tæknin er þróuð í samstarfi við Cambridge háskólann. Jaguar Land Rover vonar að tæknin muni „gera bíla öruggari með því að draga úr áreiti á skynjunarvit ökumanna og auka tímann sem ökumenn geta einbeitt sér að veginum fyrir framan sig“. Prófanir sýna að kerfið dragi úr tíma sem fer í notkun snertiskjáa um 50%. Markmiðið er að kerfið viti á hvað þú ert að benda um leið og þú hreyfir hönd í átt að skjánum. Hreyfiskynjarar eru notaðir ásamt útvarpsbylgju skynjurum, þær upplýsingar ásamt samhengi þess sem er á skjánum og er í gangi hverju sinni ásamt prófíl hvers ökumanns er notað til að reyna að giska á hvað ökumaður vill gera. Óvíst er hvort og þá hvenær Jaguar Land Rover setur búnaðinn í bíl frá sér. Hugbúnaðurinn er að sögn Jaguar Land Rover næstum klár og gæti verið settur í bíla sem nú þegar eru í umferð, en það er auðvitað háð því að réttir skynjarar séu til staðar í þeim bílum. Tækni Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent
Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár. Bendi-tæknin er þróuð í samstarfi við Cambridge háskólann. Jaguar Land Rover vonar að tæknin muni „gera bíla öruggari með því að draga úr áreiti á skynjunarvit ökumanna og auka tímann sem ökumenn geta einbeitt sér að veginum fyrir framan sig“. Prófanir sýna að kerfið dragi úr tíma sem fer í notkun snertiskjáa um 50%. Markmiðið er að kerfið viti á hvað þú ert að benda um leið og þú hreyfir hönd í átt að skjánum. Hreyfiskynjarar eru notaðir ásamt útvarpsbylgju skynjurum, þær upplýsingar ásamt samhengi þess sem er á skjánum og er í gangi hverju sinni ásamt prófíl hvers ökumanns er notað til að reyna að giska á hvað ökumaður vill gera. Óvíst er hvort og þá hvenær Jaguar Land Rover setur búnaðinn í bíl frá sér. Hugbúnaðurinn er að sögn Jaguar Land Rover næstum klár og gæti verið settur í bíla sem nú þegar eru í umferð, en það er auðvitað háð því að réttir skynjarar séu til staðar í þeim bílum.
Tækni Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent