Bókhaldsbrellur með þorsk Örn Pálsson skrifar 19. júlí 2020 16:16 Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar