Golf

Erfiður lokahringur hjá Guðmundi og Haraldi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Getty/Tony Marshall

Kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús voru meðal keppenda á lokadegi Euram Bank Open sem fór fram í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni sem og Áskorendamótaröðinni.

Þeim fataðist heldur flugið á lokahringnum því Haraldur, sem var á fjórum höggum undir pari fyrir lokahringinn, lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari. Skilaði það honum jöfnum í 50.sæti mótsins.

Guðmundur Ágúst spilaði lokahringinn örlítið betur en Haraldur því hann fór hringinn á fjórum höggum yfir pari. Endaði hann því á samtals þremur höggum yfir pari og jafn í 57.sæti.

Smelltu hér til að sjá heildarstöðuna í mótinu.


Tengdar fréttir

Haraldur kominn upp fyrir Guðmund

Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði engum takti á Euram Bank golf mótinu sem fer fram í Austurríki þessa daganna en Haraldur Franklín Magnús er kominn upp fyrir Guðmund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.