Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði engum takti á Euram Bank golf mótinu sem fer fram í Austurríki þessa daganna en Haraldur Franklín Magnús er kominn upp fyrir Guðmund.
Guðmundur Ágúst hafði byrjað mótið vel og var á sjö höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Hann lék hins vegar á sex höggum yfir pari og er kominn niður í 54. sæti.
Haraldur Franklín er kominn upp í 36. sætið eftir að hafa spilað á parinu í dag en golf hans hefur verið jafnara fyrstu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn á pari, annan hringinn á fjórum höggum undir pari og þriðja á pari.
Andri Þór Björnsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn en síðasti hringurinn fer fram á morgun.