COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum Heimsljós 16. júlí 2020 11:24 Tekið á móti búnaðinum á heilsugæslustöð í Buikwe. Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Í héraðinu hafa greinst 42 tilvik COVID-19 og samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Úganda er Buikwe meðal þeirra héraða í landinu öllu þar sem flestir hafa greinst með sjúkdóminn. Jenefrances Kagay fulltrúi forseta Úganda í héraðinu lýsti yfir miklu þakklæti til ríkisstjórnar Íslands fyrir „þennan stuðning við að bjarga mannslífum í héraðinu“ og hún þakkaði einnig fyrir stuðning Íslands við þróunarverkefni í héraðinu á sviði menntunar, vatns- og hreinlætismála, og valdeflingar kvenna. Búnaðurinn er að andvirði um 14 milljóna íslenskra króna og felur einkum í sér hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars grímur, hanska, svuntur og stígvél en einnig hitamæla, hreinsiefni og fleira. Mikill skortur hefur verið í Buikwe á slíkum sérhæfðum búnaði og hann dregur meðal annars úr ótta heilbrigðisstarfsfólks við umönnun þeirra sem hafa veikst af COVID-19, eins og Jeanfrances Kagay sagði í ávarpi þegar hún tók á móti gjöfinni frá fulltrúum íslenska sendiráðsins í Kampala. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent
Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Í héraðinu hafa greinst 42 tilvik COVID-19 og samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Úganda er Buikwe meðal þeirra héraða í landinu öllu þar sem flestir hafa greinst með sjúkdóminn. Jenefrances Kagay fulltrúi forseta Úganda í héraðinu lýsti yfir miklu þakklæti til ríkisstjórnar Íslands fyrir „þennan stuðning við að bjarga mannslífum í héraðinu“ og hún þakkaði einnig fyrir stuðning Íslands við þróunarverkefni í héraðinu á sviði menntunar, vatns- og hreinlætismála, og valdeflingar kvenna. Búnaðurinn er að andvirði um 14 milljóna íslenskra króna og felur einkum í sér hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars grímur, hanska, svuntur og stígvél en einnig hitamæla, hreinsiefni og fleira. Mikill skortur hefur verið í Buikwe á slíkum sérhæfðum búnaði og hann dregur meðal annars úr ótta heilbrigðisstarfsfólks við umönnun þeirra sem hafa veikst af COVID-19, eins og Jeanfrances Kagay sagði í ávarpi þegar hún tók á móti gjöfinni frá fulltrúum íslenska sendiráðsins í Kampala. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent