Formúla 1

Hamilton nálgast met Schumacher eftir sigur dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamilton sendi skýr skilaboð er hann fagnaði sigri dagsins.
Hamilton sendi skýr skilaboð er hann fagnaði sigri dagsins. Vísir/Sky Sports

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Ekki í fyrsta skipti sem Hamilton ber sigur úr býtum og eflaust ekki það síðasta. 

Hamilton og Mercedes halda áfram frá því sem var horfið undanfarin ár en Bretinn nálgast óðfluga met goðsagnarinnar Michael Schumacher. Hamilton - sem er sexfaldur heimsmeistari - þarf aðeins sex sigra til viðbótar og þá hefur hann jafnað Þjóðverjann sem vann á sínum tíma 91 Formúlu 1 kappakstur.

Ferrari gat vart byrjað tímabilið verr en ökumenn liðsins, Sebastian Vettel og Charles Leclerc, rákust saman á fyrsta hring og gátu ekki haldið áfram.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að vera kominn aftur í fyrsta sæti,“ sagði Hamilton er hann fagnaði sigri á mótinu og steytti hnefa upp í loft.

Ekki nóg með að Hamilton hafi komið fyrstur þá var samherji hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas, í öðru sæti. Þar á eftir komu Max Verstappen og Alex Albon, báðir hjá Red Bull.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.