Minningargrein um íslenskar byggingarrannsóknir Ríkharður Kristjánsson skrifar 12. júlí 2020 20:00 Forsaga Bóndi sem bjó fyrir löngu á heiðarbýli fjarri öðrum mannabústöðum hafði horn í síðu mjólkurkýrinnar því hún át svo mikið hey. Hann ræddi þetta oft við konuna sína sem sagði að kýrin héldi lífi í börnunum. En bóndinn hélt áfram að jagast og á endanum skar hann kúna. Börnin grétu af sulti og á endanum vesluðust þau upp hvert af öðru og dóu. En bóndinn var ánægður því nú höfðu sauðkindurnar nóg að éta. Nýlega ákvað ríkisstjórnin að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stofnun sem hafði lyft grettistaki í að hjálpa frumkvöðlum eftir síðasta hrun og veitt örfyrirtækjum mikilvæga fæðingarhjálp og skjól. Ekki er ólíklegt, að mati höfundar, að ýmis samtök og fyrirtæki, sem sáu ofsjónum yfir framlagi ríkisins til stofnunarinnar, hafi veitt ráðherra aðstoð við þessa ákvörðun Aldrei hefur hins vegar verið eins mikil þörf á aðstoð við nýsköpun og einmitt nú. Og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem hafði verið sameinuð Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgdi með í niðurskurðinum. Um Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Höfundur þessarar greinar vann á árunum 1977 til 1980 á Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb). Þetta var á miðjum blómatíma stofnunarinnar þegar hún greip mjög harkalega inn í gallamál sem hrjáðu íslenskar byggingar og náði að leiðrétta orsakir gallanna í samvinnu við hugaða embættismenn og framsýnar stofnanir og fyrirtæki í greininni. Ending glers hafði verið allsendis ófullnægjandi. Sýnt var fram á að gler var of þunnt og límingar gáfu sig. Lagður var grunnur að betra kostnaðarmati bygginga með vísitölugreiningum. Hönnun glugga og ísetning glers var endurbætt. Gerð var úttekt á þökum og lágmarkshalli einfaldra bárujárnþaka ákveðinn í reglugerð og svo má lengi telja. Seinna beindu menn sjónum að orkusparnaði, hljóðvist, viðgerðaraðferðum og líftímagreiningum. Áður hafði Rb og Sementsverksmiðja ríkisins rannsakað sement, áhrif kísilryks og fleira sem gerði íslenska sementið að einu því besta í heimi. Ef maður fór um Reykjavík vakti athygli að húsin voru illa sprungin og í eldri húsum voru þakkantar, svalir og tröppur að morkna. Rb hóf umfangsmikla rannsókn á íslenskum steyptum húsum með fjárhagslegri aðstoð helstu hagsmunaaðila í málefnum sem snertu steypu og mynduðu nefnd sem kölluð var Steinsteypunefnd. Nefnd þessi hafi verið sett á laggirnar af ráðherra til að rannsaka grotnun í steypu. Ráðherra ætlaði síðan að leggja nefndina niður en nefndin neitaði því og fjármagnaði rannsóknir sem hefðu átt að liggja beint hjá ríkinu. Niðurstaða þessara rannsókna var að alvarlegar efnabreytingar (alkali-kísilefnahvörf) milli vissra fylliefna í steypu og sementsins væru algengar hérlendis á vissu tímabili og ógnaði byggingum Íslendinga. Auk þess voru hönnunargallar himinhrópandi og stundum voru sprungurnar svo víðar að það rigndi inn um sprungur í stofuveggjum og út um sprungur eldhúsveggjanna. Niðurstöðurnar voru birtar og teknar afdrifaríkar ákvarðanir. Það voru hugaðir embættismenn Reykjavíkurborgar og stjórnendur Sementsverksmiðju ríkisins sem tóku ákvarðanir um að banna áhættusöm fylliefni í steypu og bæta kísilryki í sementið til að vinna gegn þessari vá og bjarga framtíðarbyggingum Íslendinga og byggingarreglugerð var breytt samstundis. Enginn lögfræðingur vann þá á Rb sem hefði getað bannað stofnuninni að gera breytingar sem hefðu gengið gegn hagsmunum einhvers í atvinnulífinu og hugsanlega gert stofnunina bótaskylda. Við sem unnum að þessum breytingum vorum vissulega meðvitaðir um fjárhagslega hagsmuni en við settum hagsmuni þjóðarinnar ofar. Og hagsmunaaðilar og fyrirtæki í greininni höfðu unnið með okkar í rannsóknunum og samþykktu breytingarnar. Vissulega fengum við hótanir um lögsóknir utan úr bæ eins og að við værum að tala verð nýrra húsa í Breiðholtinu niður en við létum þær eins og vind um eyru þjóta. Við vorum embættismenn að vinna fyrir þjóðina. Ef staðan í dag er borin saman við þessa sögulegu hefð þá er aðalbreytingin pólitískt. Tæknimenn stofnana borgarinnar hafa misst völd til stjórnmálamanna sem ekki þora að taka flóknar ákvarðanir nema eftir langt pólitískt samtal og til lögfræðinga sem leita dauðaleit að einhverju sem gæti skapað viðeigandi stofnum bótaskyldu óháð ágóða heildarinnar. Í dag væri ógjörningur að leysa alkalívandamálið eins og við gerðum fyrir 40 árum og steyptu húsin á Íslandi væru enn að grotna. Og hvernig hefur staðan verið undanfarið. Rb var sameinuð Iðntæknistofnun Íslands og breytt í Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Þar koðnaði Rb niður úti í horni því áhugi stjórnenda beindist meir að nýsköpuninni sem var ótrúlega fersk og spennandi og skilaði hratt breytingum og árangri. Meir og meir hurfu lykilmenn byggingarrannsókna á braut. Nýlega kom þó fram viðnám þegar Rb var endurreist sem deild innan NMÍ undir stjórn eins þekktasta vísindamanns í heimi á sviði steypuþróunar. Þessi þróunarvinna krefst tækjabúnaðar til prófana sem aðallega nýttist í sölu á íslensku hugviti. Smávægileg velta var einnig í útseldum prófunum á Íslandi en þessi velta óx síðan mjög í huga ýmissa í anda sögunnar um fjaðrirnar sem breyttust í hænur. Þessar ímynduðu hænur hafa væntanlega skipt máli í ákvörðun ráðherra. Þessi heimsfrægi vísindamaður á nú á hættu að missa rekstrargrundvöll sinna alþjóðlegu rannsókna vegna ímyndaðs hagnaðar og pólitísks rétttrúnaðar á sviði einkarekstur og þarf að flytja sig um set. Rb var komin á fullt í rannsóknum á myglu en sú rannsóknavinna fellur nú niður. Hvar vantar byggingarrannsóknir í dag. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafði forðum þann skilning á hlutverki sínu að reyna að bæta byggingariðnaðinn til hagsbóta fyrir notendur og þjóðarinnar allrar. En er þörf á því í dag? Vissulega. Höfundur hefur lýst ástandinu með eftirfarandi setningu: „Þegar þú flytur inn í nýju blokkina þína, flytur lögfræðingurinn þinn með þér.“ Þessu þarf að breyta. Í dag er nær engin grunnefnisframleiðsla í byggingariðnaðinum á Íslandi ef frá eru talin fylliefni í steypu, steinull og málning að hluta auk þess sem til eru fyrirtæki sem smíða byggingarvörur úr aðfluttu efni. Allt annað byggingarefni og flestar byggingarvörur eru innfluttar og framleiddar út um allan heim og stundum veit enginn hérlendis hvar grunnframleiðslan fer fram. Hönnuðir vísa nær alfarið í lýsingar framleiðenda og hér er mikil áhætta. Það er orðið mjög algengt að framleiðsla hentar engan veginn fyrir íslenska veðráttu og lausnir framleiðandanna kallar á leka, grotnun og alls konar vandræði sem rata til dómstólanna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafnar öllum eigin afskiptum af byggingavörum og innfluttum lausnum á grundvelli mögulegrar lögfræðilegrar skaðabótaskyldu og einbeitir sér nú að meinlausri skýrslugerð og gerð tékklista. Enginn gerir úttektir á raunverulegri endingu efna og gæðum innfluttra lausna á Íslandi og byggingafulltrúar eru farnir í anda byggingarreglugerðar að kaupa þjónustu af löggiltum skoðunarstofum til að fletta tékklistum og stimpla teikningar hönnuða. Þessar skoðunarstofur hafa yfirleitt ekkert vit á því sem stendur á teikningunum og varast að kíkja á innihald teikninganna og lausnanna. Verktakar bera einungis ábyrgð í eitt ár og það er allt of skammur tími. Þessu þarf öllu að breyta. Það er skoðun höfundar að það eigi að flytja vísinda- og þróunarhluta Rb til Háskólans í Reykjavík og þar eigi að vera prófunaraðstaða og höfundur hafnar hreintrúarstefnu einkareksturs sem segir að slík stofnun megi ekki selja þjónustu, þó höfundur hafi lengi rekið fyrirtæki í einkageiranum og þekki samkeppnisbjögun í rekstri. Aðalatriðið er hins vegar að taka upp þráðinn frá því fyrir 40 árum og hefja massífar úttektir á byggingum til að öðlast reynslu af innfluttum byggingarefnum og lausnum og breyta reglugerðum og sjálfskilningi byggingarstofnanna á þann veg að þær beri einhverja ábyrgð á gæðum byggingamála á Íslandi. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins verði endurvakin með þetta hlutverk, framkvæmi umfangsmiklar úttektir og fái völd til að grípa inn í ef innflutt efni og lausnir sýna sig að valda vandamálum eða hafi ónóga endingu eða innihalda efni sem vitað er að endast illa hérlendis. Stofnunin getur byggt á erlendum rannsóknaniðurstöðum en verður að leggja mat á forsendurnar sem liggja að baki vottun varanna. Gerð verði sú krafa til innflytjenda vara og lausna að þeir fái samþykki Rb á vörunum eins og lengi vel tíðkaðist og reyndist vel. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Forsaga Bóndi sem bjó fyrir löngu á heiðarbýli fjarri öðrum mannabústöðum hafði horn í síðu mjólkurkýrinnar því hún át svo mikið hey. Hann ræddi þetta oft við konuna sína sem sagði að kýrin héldi lífi í börnunum. En bóndinn hélt áfram að jagast og á endanum skar hann kúna. Börnin grétu af sulti og á endanum vesluðust þau upp hvert af öðru og dóu. En bóndinn var ánægður því nú höfðu sauðkindurnar nóg að éta. Nýlega ákvað ríkisstjórnin að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stofnun sem hafði lyft grettistaki í að hjálpa frumkvöðlum eftir síðasta hrun og veitt örfyrirtækjum mikilvæga fæðingarhjálp og skjól. Ekki er ólíklegt, að mati höfundar, að ýmis samtök og fyrirtæki, sem sáu ofsjónum yfir framlagi ríkisins til stofnunarinnar, hafi veitt ráðherra aðstoð við þessa ákvörðun Aldrei hefur hins vegar verið eins mikil þörf á aðstoð við nýsköpun og einmitt nú. Og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem hafði verið sameinuð Nýsköpunarmiðstöð Íslands fylgdi með í niðurskurðinum. Um Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Höfundur þessarar greinar vann á árunum 1977 til 1980 á Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb). Þetta var á miðjum blómatíma stofnunarinnar þegar hún greip mjög harkalega inn í gallamál sem hrjáðu íslenskar byggingar og náði að leiðrétta orsakir gallanna í samvinnu við hugaða embættismenn og framsýnar stofnanir og fyrirtæki í greininni. Ending glers hafði verið allsendis ófullnægjandi. Sýnt var fram á að gler var of þunnt og límingar gáfu sig. Lagður var grunnur að betra kostnaðarmati bygginga með vísitölugreiningum. Hönnun glugga og ísetning glers var endurbætt. Gerð var úttekt á þökum og lágmarkshalli einfaldra bárujárnþaka ákveðinn í reglugerð og svo má lengi telja. Seinna beindu menn sjónum að orkusparnaði, hljóðvist, viðgerðaraðferðum og líftímagreiningum. Áður hafði Rb og Sementsverksmiðja ríkisins rannsakað sement, áhrif kísilryks og fleira sem gerði íslenska sementið að einu því besta í heimi. Ef maður fór um Reykjavík vakti athygli að húsin voru illa sprungin og í eldri húsum voru þakkantar, svalir og tröppur að morkna. Rb hóf umfangsmikla rannsókn á íslenskum steyptum húsum með fjárhagslegri aðstoð helstu hagsmunaaðila í málefnum sem snertu steypu og mynduðu nefnd sem kölluð var Steinsteypunefnd. Nefnd þessi hafi verið sett á laggirnar af ráðherra til að rannsaka grotnun í steypu. Ráðherra ætlaði síðan að leggja nefndina niður en nefndin neitaði því og fjármagnaði rannsóknir sem hefðu átt að liggja beint hjá ríkinu. Niðurstaða þessara rannsókna var að alvarlegar efnabreytingar (alkali-kísilefnahvörf) milli vissra fylliefna í steypu og sementsins væru algengar hérlendis á vissu tímabili og ógnaði byggingum Íslendinga. Auk þess voru hönnunargallar himinhrópandi og stundum voru sprungurnar svo víðar að það rigndi inn um sprungur í stofuveggjum og út um sprungur eldhúsveggjanna. Niðurstöðurnar voru birtar og teknar afdrifaríkar ákvarðanir. Það voru hugaðir embættismenn Reykjavíkurborgar og stjórnendur Sementsverksmiðju ríkisins sem tóku ákvarðanir um að banna áhættusöm fylliefni í steypu og bæta kísilryki í sementið til að vinna gegn þessari vá og bjarga framtíðarbyggingum Íslendinga og byggingarreglugerð var breytt samstundis. Enginn lögfræðingur vann þá á Rb sem hefði getað bannað stofnuninni að gera breytingar sem hefðu gengið gegn hagsmunum einhvers í atvinnulífinu og hugsanlega gert stofnunina bótaskylda. Við sem unnum að þessum breytingum vorum vissulega meðvitaðir um fjárhagslega hagsmuni en við settum hagsmuni þjóðarinnar ofar. Og hagsmunaaðilar og fyrirtæki í greininni höfðu unnið með okkar í rannsóknunum og samþykktu breytingarnar. Vissulega fengum við hótanir um lögsóknir utan úr bæ eins og að við værum að tala verð nýrra húsa í Breiðholtinu niður en við létum þær eins og vind um eyru þjóta. Við vorum embættismenn að vinna fyrir þjóðina. Ef staðan í dag er borin saman við þessa sögulegu hefð þá er aðalbreytingin pólitískt. Tæknimenn stofnana borgarinnar hafa misst völd til stjórnmálamanna sem ekki þora að taka flóknar ákvarðanir nema eftir langt pólitískt samtal og til lögfræðinga sem leita dauðaleit að einhverju sem gæti skapað viðeigandi stofnum bótaskyldu óháð ágóða heildarinnar. Í dag væri ógjörningur að leysa alkalívandamálið eins og við gerðum fyrir 40 árum og steyptu húsin á Íslandi væru enn að grotna. Og hvernig hefur staðan verið undanfarið. Rb var sameinuð Iðntæknistofnun Íslands og breytt í Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ). Þar koðnaði Rb niður úti í horni því áhugi stjórnenda beindist meir að nýsköpuninni sem var ótrúlega fersk og spennandi og skilaði hratt breytingum og árangri. Meir og meir hurfu lykilmenn byggingarrannsókna á braut. Nýlega kom þó fram viðnám þegar Rb var endurreist sem deild innan NMÍ undir stjórn eins þekktasta vísindamanns í heimi á sviði steypuþróunar. Þessi þróunarvinna krefst tækjabúnaðar til prófana sem aðallega nýttist í sölu á íslensku hugviti. Smávægileg velta var einnig í útseldum prófunum á Íslandi en þessi velta óx síðan mjög í huga ýmissa í anda sögunnar um fjaðrirnar sem breyttust í hænur. Þessar ímynduðu hænur hafa væntanlega skipt máli í ákvörðun ráðherra. Þessi heimsfrægi vísindamaður á nú á hættu að missa rekstrargrundvöll sinna alþjóðlegu rannsókna vegna ímyndaðs hagnaðar og pólitísks rétttrúnaðar á sviði einkarekstur og þarf að flytja sig um set. Rb var komin á fullt í rannsóknum á myglu en sú rannsóknavinna fellur nú niður. Hvar vantar byggingarrannsóknir í dag. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hafði forðum þann skilning á hlutverki sínu að reyna að bæta byggingariðnaðinn til hagsbóta fyrir notendur og þjóðarinnar allrar. En er þörf á því í dag? Vissulega. Höfundur hefur lýst ástandinu með eftirfarandi setningu: „Þegar þú flytur inn í nýju blokkina þína, flytur lögfræðingurinn þinn með þér.“ Þessu þarf að breyta. Í dag er nær engin grunnefnisframleiðsla í byggingariðnaðinum á Íslandi ef frá eru talin fylliefni í steypu, steinull og málning að hluta auk þess sem til eru fyrirtæki sem smíða byggingarvörur úr aðfluttu efni. Allt annað byggingarefni og flestar byggingarvörur eru innfluttar og framleiddar út um allan heim og stundum veit enginn hérlendis hvar grunnframleiðslan fer fram. Hönnuðir vísa nær alfarið í lýsingar framleiðenda og hér er mikil áhætta. Það er orðið mjög algengt að framleiðsla hentar engan veginn fyrir íslenska veðráttu og lausnir framleiðandanna kallar á leka, grotnun og alls konar vandræði sem rata til dómstólanna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafnar öllum eigin afskiptum af byggingavörum og innfluttum lausnum á grundvelli mögulegrar lögfræðilegrar skaðabótaskyldu og einbeitir sér nú að meinlausri skýrslugerð og gerð tékklista. Enginn gerir úttektir á raunverulegri endingu efna og gæðum innfluttra lausna á Íslandi og byggingafulltrúar eru farnir í anda byggingarreglugerðar að kaupa þjónustu af löggiltum skoðunarstofum til að fletta tékklistum og stimpla teikningar hönnuða. Þessar skoðunarstofur hafa yfirleitt ekkert vit á því sem stendur á teikningunum og varast að kíkja á innihald teikninganna og lausnanna. Verktakar bera einungis ábyrgð í eitt ár og það er allt of skammur tími. Þessu þarf öllu að breyta. Það er skoðun höfundar að það eigi að flytja vísinda- og þróunarhluta Rb til Háskólans í Reykjavík og þar eigi að vera prófunaraðstaða og höfundur hafnar hreintrúarstefnu einkareksturs sem segir að slík stofnun megi ekki selja þjónustu, þó höfundur hafi lengi rekið fyrirtæki í einkageiranum og þekki samkeppnisbjögun í rekstri. Aðalatriðið er hins vegar að taka upp þráðinn frá því fyrir 40 árum og hefja massífar úttektir á byggingum til að öðlast reynslu af innfluttum byggingarefnum og lausnum og breyta reglugerðum og sjálfskilningi byggingarstofnanna á þann veg að þær beri einhverja ábyrgð á gæðum byggingamála á Íslandi. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins verði endurvakin með þetta hlutverk, framkvæmi umfangsmiklar úttektir og fái völd til að grípa inn í ef innflutt efni og lausnir sýna sig að valda vandamálum eða hafi ónóga endingu eða innihalda efni sem vitað er að endast illa hérlendis. Stofnunin getur byggt á erlendum rannsóknaniðurstöðum en verður að leggja mat á forsendurnar sem liggja að baki vottun varanna. Gerð verði sú krafa til innflytjenda vara og lausna að þeir fái samþykki Rb á vörunum eins og lengi vel tíðkaðist og reyndist vel. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar