Alþingi, almenningur og velferð dýra Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands skrifar 13. júlí 2020 09:00 Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun