Alþingi, almenningur og velferð dýra Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands skrifar 13. júlí 2020 09:00 Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun