Alþingi, almenningur og velferð dýra Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands skrifar 13. júlí 2020 09:00 Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar