Alþingi, almenningur og velferð dýra Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands skrifar 13. júlí 2020 09:00 Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun