Alþingi, almenningur og velferð dýra Stjórn Dýraverndunarsambands Íslands skrifar 13. júlí 2020 09:00 Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Viðmið um dýrahald ættu að miða við góða velferð fremur en lágmarksvelferð, en þó síst við slæma meðferð, eins og dæmi eru um. Dýraverndarsamband Íslands gerir ráð fyrir dýrahaldi þar sem farið er vel með dýr og beitir sér fyrir bættri meðferð dýra. Við minnum á að þau viðmið sem gefin eru í lögum hér á landi eru lágmarksviðmið um velferð dýra og stundum ekki einu sinni það, því miður. Við lagagerð sækjast hagsmunaðilar gjarnan eftir aðkomu enda geta lög haft bein áhrif á þeirra hagsmuni. Það getur myndast slagsíða þegar slíkir taka einir til máls um málefni dýra eða sækjast eftir að hafa áhrif á aðbúnað þeirra. Þetta er ein ástæða þess að það er áríðandi að almenningur láti sig varða velferð dýra, venjulegt fólk sem er ekki hagsmunaaðilar en sem telur rétt og eðlilegt að farið sé vel með dýr. Þetta er hægt að gera bæði á einstaklingsgrunni og í gegnum félagsstarf, til dæmis með því að veita Alþingi umsagnir og aðhald við lagagerð líkt og Dýraverndarsambandið gerir. Nýverið fóru formaður og stjórnarmaður DÍS á tvo fundi með Atvinnuvega- og nýsköpunarnefnd til að veita umsögn um velferð dýra. Þar var m.a. fjallað um innflutning á gæludýrum, mörkun lamba, drekkingu villtra dýra og eftirlit við fiskeldi. Þarna eru í raun dæmi um ýmis dapurleg mál, þar sem dýr eru með samþykki löggjafans látin líða sársauka eða þjáningarfullan dauða sem við nánari skoðun er fyrst og fremst í þágu fjárhagslegra hagsmuna. Þar má nefna að við teljum ekki verjandi að halda áfram að marka lömb með því að skera hluta af eyrum þeirra án deyfingar, nú þegar fleiri og betri aðferðir eru til til að merkja þau og þegar allar slíkar sársaukafullar aðgerðir eru bannaðar á öðrum dýrum án deyfingar. Við teljum ekki verjandi að drekkja nokkru dýri með umboði laga, alveg sama af hvaða ástæðu það er og óverjandi að löggjafinn hafi veitt lagaheimild til drekkingar minka til að spara fé við fækkun þeirra, á meðan drekking allra annarra dýra telst refsivert dýraníð. Það er löngu kominn tími til að finna betri aðferðir en drekkingu til að stemma stigu við tilvist minka í íslensku vistkerfi. Að sama skapi teljum við óverjandi hvaða sjálfdæmi aðilar við þauleldi fiska hafa í raun, til dæmis með því hversu mikið þeim er ætlað að eiga sjálfir eftirlit með eigin framleiðslu. Hlutfall fiska sem drepst við fiskeldi er ógnvekjandi hátt, ef miðað er við allar aðrar búgreinar á Íslandi og þarna er eitthvað verulega óhugnarlegt að gerast. Þetta eru dæmi um skekkjur sem getur myndast ef hagsmunaaðilar hafa of einhliða eða veigamikla aðkomu að lagagerð um eigin málefni. Almenningur og félagasamtök verða að beita sér, fylgjast með og taka frumkvæði. Þegar kemur að dýrahaldi þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru undir þarf að muna að um lifandi verur er að ræða, ekki bara framleiðslu afurða. Dýr þarf að vernda gegn illri meðferð sem getur átt sér stað vegna hvata til að skapa aukin gróða, til dæmis þegar þrengt er að dýrum við þauleldi eða ef dýrum er ekki veitt hjálp í neyð. Dýr hafa skyn og þarfir, geta fundið til ótta og sársauka og eru varnarlítil gegn illri meðferð. Velferð dýra er því samfélagsmál á svipaðan hátt og velferð barna: ef allir hugsuðu vel um börn og allir færu vel með dýr þá þyrfti ekki lög þeim til verndar. Alþingi notar umboð almennings til að setja samfélaginu reglur, en aðkoma og aðhald almennings er áfram áríðandi. Það er mikilvægt að málefni dýra séu rædd opinskátt, upplýsingar séu aðgengilegar, viðmið og markmið skýr, eftirfylgni tryggð og loks að litið sé svo á að umboð sérhvers borgara til að láta sig varða málefni dýra sé sjálfsagt og eðlilegt. Unnt er að skoða umsagnir Dýraverndarsambands Íslands á heimasíðu félagsins. Grein unnin og samþykkt af stjórn Dýraverndunarsambands Íslands, júlí 2020.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun