Golf

Guðmundur og Haraldur náðu hvorugir í gegnum niðurskurðinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. vísir/getty

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son og Har­ald­ur Frank­lín Magnús náðu hvorugir í gegnum niðurskurðinn á Opna Austurríska mótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröð Evrópu.

Lokahringurinn fer fram í dag en niðurskurður var eftir tvo hringi. Til að halda áfram þátttöku hefðu þeir Guðmundur og Haraldur þurft að vera á samtals einu höggi undir pari.

Guðmundur lék vel fyrsta daginn og var á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, en náði ekki að fylgja því eftir annan daginn og lék á 77 höggum. Hann var samtals á þremur höggum yfir pari.

Haraldur byrjaði mótið hræðilega og var á 81 höggi fyrsta daginn, tíu höggum yfir pari, en náði sér á strik seinni daginn og lék þá á 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann var því samtals níu höggum yfir pari á mótinu.

Hér má sjá stöðuna í mótinu og skorkort þeirra Guðmundar og Haralds.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.