Golf

Guðmundur og Haraldur náðu hvorugir í gegnum niðurskurðinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. vísir/getty

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son og Har­ald­ur Frank­lín Magnús náðu hvorugir í gegnum niðurskurðinn á Opna Austurríska mótinu í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröð Evrópu.

Lokahringurinn fer fram í dag en niðurskurður var eftir tvo hringi. Til að halda áfram þátttöku hefðu þeir Guðmundur og Haraldur þurft að vera á samtals einu höggi undir pari.

Guðmundur lék vel fyrsta daginn og var á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, en náði ekki að fylgja því eftir annan daginn og lék á 77 höggum. Hann var samtals á þremur höggum yfir pari.

Haraldur byrjaði mótið hræðilega og var á 81 höggi fyrsta daginn, tíu höggum yfir pari, en náði sér á strik seinni daginn og lék þá á 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann var því samtals níu höggum yfir pari á mótinu.

Hér má sjá stöðuna í mótinu og skorkort þeirra Guðmundar og Haralds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×