Körfubolti

Valencia staðfestir komu Martins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik gegn Barcelona í EuroLeague. Nú mun hann berjast við Börsunga í EuroLeague og í deildarkeppninni á Spáni.
Martin í leik gegn Barcelona í EuroLeague. Nú mun hann berjast við Börsunga í EuroLeague og í deildarkeppninni á Spáni. Vísir/Getty

Í gær var greint frá því að Martin Hermannsson, íslenskur landsliðsmaður í körfubolta, væri að öllum líkindum á leið til spænska stórliðsins Valencia.

Spænska liðið er stórhuga fyrir komandi tímabil og hefur Derrick Williams – sem var á sínum tíma valinn annar í nýliðavali NBA – gengið til liðs við Valencia.

Martin átti frábært tímabil með Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem liðið varð bæði Þýskalands- og bikarmeistari. Martin hefur ákveðið að söðla um og færa sig yfir til Spánar í lið sem virðist ætla að berjast á toppi spænsku deildarinnar sem og í EuroLeague.

Nú hefur Valencia staðfest félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Þar með verður Martin þriðji Íslendingurinn til að spila með félaginu en Jón Arnór Stefánsson og Tryggvi Snær Hlinason hafa báðir leikið með félaginu á undanförnum árum.

Þá verða þrír Íslendingar í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á næsta tímabili en Haukur Helgi Pálsson samdi nýverið við Andorra og Tryggvi Snær er í herbúðum Zaragoza.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×