Körfubolti

Valencia staðfestir komu Martins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik gegn Barcelona í EuroLeague. Nú mun hann berjast við Börsunga í EuroLeague og í deildarkeppninni á Spáni.
Martin í leik gegn Barcelona í EuroLeague. Nú mun hann berjast við Börsunga í EuroLeague og í deildarkeppninni á Spáni. Vísir/Getty

Í gær var greint frá því að Martin Hermannsson, íslenskur landsliðsmaður í körfubolta, væri að öllum líkindum á leið til spænska stórliðsins Valencia.

Spænska liðið er stórhuga fyrir komandi tímabil og hefur Derrick Williams – sem var á sínum tíma valinn annar í nýliðavali NBA – gengið til liðs við Valencia.

Martin átti frábært tímabil með Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem liðið varð bæði Þýskalands- og bikarmeistari. Martin hefur ákveðið að söðla um og færa sig yfir til Spánar í lið sem virðist ætla að berjast á toppi spænsku deildarinnar sem og í EuroLeague.

Nú hefur Valencia staðfest félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum. Þar með verður Martin þriðji Íslendingurinn til að spila með félaginu en Jón Arnór Stefánsson og Tryggvi Snær Hlinason hafa báðir leikið með félaginu á undanförnum árum.

Þá verða þrír Íslendingar í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á næsta tímabili en Haukur Helgi Pálsson samdi nýverið við Andorra og Tryggvi Snær er í herbúðum Zaragoza.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.