Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina í næstu viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2020 22:00 Tiger Woods með Jack Nicklaus eftir sigurinn á Memorial mótinu 2012. getty/Scott Halleran Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á PGA-mótaröðina um næstu helgi þegar hann keppir á Memorial mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Hann greindi frá þessu á Twitter í dag. I m looking forward to playing in the @MemorialGolf next week. I ve missed going out and competing with the guys and can t wait to get back out there.— Tiger Woods (@TigerWoods) July 9, 2020 Tiger hefur ekki enn keppt á PGA-mótaröðinni síðan hún hófst á ný fyrir mánuði eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn kylfingur hefur unnið Memorial mótið jafn oft og Tiger, eða fimm sinnum. Hann vann það þrjú ár í röð (1999-2001), svo 2009 og loks 2012. Tiger keppti síðast með Peyton Manning, fyrrverandi NFL-stjörnu, í góðgerðareinvíginu „The Match: Champions for Charity“ í Flórída í maí. Þeir unnu þá sigur á Phil Mickelson og Tom Brady. Tiger hefur ekki keppt á PGA-mótaröðinni síðan á Genesis Invitational í febrúar. Hann varð þá neðstur af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Meðal annarra kylfinga sem keppa á Memorial mótinu eru Brooks Koepka, Jon Rahm og Rory McIlroy, efsti maður heimslistans. Patrick Cantlay er á titil að verja en hann vann Memorial mótið í fyrra. Tiger hefur unnið 82 mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum og deilir metinu yfir flesta sigra með Sam Snead. Klukkan 19:00 í kvöld hefst bein útsending á fyrsta degi Workday Charity Open á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Golf. Einnig verður sýnt beint frá Memorial mótinu í næstu viku. Það hefst fimmtudaginn 16. júlí.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira