Golf

Bryson DeChambeau sigraði Rocket Mortgage Classic

Ísak Hallmundarson skrifar
Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn.
Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn. getty/Gregory Shamus

Bryson DeChambeau bar sigur úr býtum á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi. Lokahringur mótsins fór fram í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.

Fyrir daginn í dag var DeChambeau í öðru sæti á sextán höggum undir pari, þremur höggum á eftir Matthew Wolff. DeChambeau lék frábærlega á lokahringnum, fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og kom í hús á sjö höggum undir pari og var samtals á 23 höggum undir pari á mótinu. Þetta var sjötti sigur hans á PGA-móti.

Wolff sem hafði leikið frábært golf alla helgina átti ekki eins góðan hring í dag og spilaði á 71 höggi, einu höggi undir pari og því samtals 20 höggum undir pari.

Næstur á eftir þeim í þriðja sætinu var Kevin Kisner sem var átján höggum undir pari á mótinu. Það voru síðan fjórir kylfingar jafnir í fjórða sætinu á sextán höggum undir pari. 

Ricki Fowler, eitt þekktasta nafn mótsins, lék fjórtán höggum undir pari og endaði í 12. sæti. Hann lék lokahringinn í dag á 67 höggum, fimm höggum undir pari vallarins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.