Ef kerfið virkar ekki þarf að breyta kerfinu Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 3. júlí 2020 14:30 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Milljarðatugir Jóns Baldvins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson Skoðun Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson Skoðun Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð Skoðun Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð skrifar Skoðun Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Milljarðatugir Jóns Baldvins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Er allt í baklás? Þú getur meira en þú heldur... Guðlaugur Birgisson skrifar Skoðun Ég svelt þá í nafni kvenréttinda Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur David Bergmann skrifar Skoðun Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin skrifar Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar Skoðun Mjóbaksverkir – Hvað er rétt og rangt? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar Skoðun Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis: Brettum upp ermar! Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens skrifar Skoðun Breytingar, gjörið svo vel Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk en fólk er ekki til fyrir kerfið. Þetta skrifaði ég í lok maí í grein hér á Vísi vegna óska nokkurra foreldra um að fá að senda börn sín, sem þurfa sérúrræði, í Arnarskóla. Meirihlutinn í Reykjavík gerir sér grein fyrir því að þarfir barna með greiningar og hvers konar fötlun eru æði misjafnar. Því er það mikið ánægjuefni að borgarráð ákvað í gær að leyfa þeim börnum sem sótt höfðu um í Arnarskóla, og uppfylla skilyrði til að komast í skóla með sérúrræði, að komast þar að. Reykvískum börnum í Arnarskóla, sem er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri í Kópavogi, mun því fjölga um helming á komandi skólaári ef foreldrar þeirra óska enn eftir skólavist þar. Í borg eins og Reykjavík býr alls konar fólk, með alls konar þarfir og til þess þarf að taka tillit þegar við, sem störfum í stjórnmálum, tökum ákvarðanir. Meirihlutinn í Reykjavík fagnar fjölbreytileikanum og vill að hann blómstri, að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Kerfum er hægt að breyta ef þau þjóna ekki tilgangi sínum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eiga ekki að þurfa að koma ítrekað fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifunum sínum þegar þau óska eftir þjónustu eða aðstoð sem þau telja henta sínum börnum best. Því er það líka mikið ánægjuefni að borgarráð samþykkti líka í gær að fyrir 1. desember eigi að leggja fram skýrari viðmið hvað varðar nemendur í sjálfstætt reknum sérúrræðum. Leikreglurnar hjá hinu opinbera eiga alltaf að vera skýrar og kerfin fyrir fötluð og langveik börn eiga að vera hönnuð með þarfir barnanna í huga og hvernig best er hægt að leyfa þeim að blómstra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði.
Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun
Skoðun Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson skrifar
Skoðun Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið III: Eflum álfuna okkar, Evrópu, og þar með ESB, barnanna okkar vegna! Ole Anton Bieldtvedt skrifar
Skoðun Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir,Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir,Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra Aðalsteinn Gunnarsson,Björn Sævar Einarsson skrifar
Skoðun Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar
Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum Baldur Borgþórsson Skoðun