Tækifærin í sameinuðu sveitarfélagi Hildur Þórisdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:30 Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Nýsköpun Skóla - og menntamál Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um þó nokkurn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast. En hvað veldur? Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri. Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi. Hvað getum við gert? Ríkisstjórnin hefur boðað sameiningu sveitarfélaga í þeirri viðleitni að styrkja þau og sveitarstjórnarstigið sem hefur verið veikt um langt árabil. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs og Seyðisfjarðar eru sannarlega mörg tækifæri til að sækja fram. Eitt þessara tækifæra og stórt framfaramál fjórðungsins er að koma á háskólanámi þar sem íbúar á Austurlandi geta stundað staðbundið nám. Í slíku háskólaumhverfi þrífast rannsóknir og nýsköpun sem styðja við aukna fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífi. Því við vitum jú öll að menntun er grundvöllur nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur fjölbreytts atvinnulífs framtíðarinnar. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar