Einkafjármagn óskast Ellen María S. Bergsveinsdóttir skrifar 30. júní 2020 14:30 Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan lántakar fagna lækkandi vöxtum hérlendis þá bíður fjárfestum ærið verkefnið að ná viðunandi ávöxtun á sínu fé. Fjármagn hlýtur því að vilja sækja í áhættumeiri eignir og verkefni, hluti þess hið minnsta. Að fjárfesta í nýsköpun kemur þar inn sem vænlegur kostur fyrir marga. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu kynnt aðgerðir sem auka stuðning við nýsköpun. Einna helst er það þó endurgreiðsla á rannsóknar- og þróunarkostnaði eða skattaívilnanir, en einhvern veginn þarf að fjármagna reksturinn þangað til að endurgreiðslu kemur. Eðli málsins samkvæmt eru tekjur oft af skornum skammti í upphafi hjá nýsköpunarfyrirtækjum. Þá kemur til sögu einkafjármagnið. Mörg spennandi sprotafyrirtæki sárvantar fjármagn í dag og að líkindum munu enn fleiri hefja leitina á næstu misserum. Eftir bankahrunið jókst hlutfall fyrirtækja í nýsköpunartengdum atvinnugreinum og má leiða líkum að því að slík aukning muni eiga sér stað aftur nú. Margar góðar hugmyndir fara á flug þegar kreppir að í efnahagslífinu. Fjármagn er til staðar á Íslandi en innlán í íslenska hagkerfinu námu alls 2.151 ma.kr. í lok apríl á þessu ári. Það er því til talsvert af lausu fé sem gæti viljað leita meiri ávöxtunar í því lágvaxtaumhverfi sem ríkja mun um fyrirsjáanlega framtíð. Hérlendis hefur skort vettvang sem leiðir þessa aðila, nýsköpunarfyrirtæki og einkafjármagnið, saman á skilvirkan hátt. Það getur reynst stofnendum sprotafyrirtækja þrautinni þyngra að finna fagfjárfesta og aðra smærri fjárfesta, eftir að reynt hefur á fjölskyldu og nánasta tengslanet. Lausn á slíku gæti meðal annars verið markaðstorg í líkingu við Nasdaq First North. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir hagkerfið ef unnt væri að koma hluta af þessu einkafjármagni í vinnu og gefa því tækifæri til að styðja við verðmætasköpun og störf framtíðarinnar. Leitum leiða til að auðvelda fjárfestum, stórum sem smáum, að styðja við nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Því betur má ef duga skal. Höfundur er fjármálastjóri Mink Campers ehf.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar