Kæra Lilja Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:30 Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru gleðitíðindi að boðið sé til stórsóknar í menntamálum og ánægjulegt þegar aðgerðir skila sér, sérstaklega þegar kemur að eflingu kennaranáms. Nú er hins vegar stórt spurt. Hvernig nákvæmlega á að fylgja þessum aðgerðum eftir? Er eðlilegt að Háskólinn á Akureyri muni þurfa að hafna stórum hluta umsókna? Er eðlilegt að í kennaranámi, þar sem virkilega er vöntun og stefnir í kennaraskort á landinu, þurfi að hafna fjölda umsækjenda sem uppfylla öll inntökuskilyrði? Mun Háskólinn á Akureyri einhvern tímann öðlast þá viðurkenningu sem hann á skilið? Gæði náms eru lykilatriði. Til þess að halda uppi öflugum gæðum háskólanna, þarf meðal annars að tryggja nægan fjölda starfsfólks, hvort sem um er að ræða starfsmenn akademíunnar eða stjórnsýslu og stoðþjónustu. Háskólinn á Akureyri hefur setið á hakanum allt of lengi og hefur þurft að grípa til aðgerða sem aðrir opinberir háskólar á Íslandi hafa ekki þurft, það er að takmarka aðgengi nemenda að háskólanum. Háskólinn á Akureyri gegnir ákveðinni lykilstöðu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil þegar kemur að aðgengi að námi óháð búsetu. Hið sveigjanlega námsfyrirkomulag Háskólans á Akureyri sem hefur verið í stöðugri þróun og eflingu síðustu 20 árin veitir breiðari hópi nemenda aðgengi að námi sem hefur í för með sér m.a. eflingu byggða. Frá árinu 2015 hefur orðið veruleg aukning á nemendafjölda Háskólans á Akureyri, sama ár og nemendaígildin voru fryst. Einhverjir kunna að spyrja sig að því hvort að aðrir opinberir háskólar eins og t.d. Háskóli Íslands séu þá ekki að kljást við sama vandamál og Háskólinn á Akureyri. Staðreyndin er hins vegar sú, að í dag eru tugum prósenta fleiri nemendur í HA heldur en árið 2015. En í Háskóla Íslands eru nemendurnir í dag færri en árið 2015. Háskólinn á Akureyri hefur því síðustu ár, verið að mennta nemendur langt umfram það fjármagn sem fjöldanum fylgir. Afleiðingarnar af því eru til dæmis aukið álag á starfsfólk, samdráttur á vali nemenda í námi og herðing á öðrum mikilvægum útgjöldum háskólans. Þriðja árið í röð eru fleiri en 2000 umsóknir til náms við Háskólann á Akureyri. Til þess að varðveita gæði náms og kennslu mun Háskólinn á Akureyri óhjákvæmlega þurfa að hafna stórum hluta umsókna. Það er jákvætt að Háskólinn á Akureyri setji gæði námsins í fyrsta sæti. Þó er um að ræða opinberan háskóla sem á ekki að þurfa að varðveita gæðin með því að takmarka aðgengi að námi. Kæra Lilja, Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, ert þú reiðubúin að taka það nauðsynlega skref, að viðurkenna mikilvægi Háskólans á Akureyri? Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar