Almannahagsmunir krefjast afglæpavæðingu neysluskammta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. júní 2020 07:00 Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Fíkn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga, tekur undir afstöðu Rauða krossins, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, varðandi frumvarp um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni sem felur í sér afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefnaneytenda. Afstaða lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við frumvarpið og telur það spor í rétta átt við að auka möguleika fíkla á að takast á við vanda sinn. Afstaða tekur einnig undir það að ganga megi lengra og láta frumvarpið ná til lyfseðilsskyld lyf. Afstaða telur að refsing í formi sekta auki lýkur að því að neytendur fíkniefna festast í viðjum neyslu sinnar til langframa. Í fjölmörgum tilvikum er helstu skuldir fíkla fólgnar í sektum sem fara til innheimtu hjá Sýslmanninum á Blönduósi. Fíklar geta ekki greitt sektirnar en þær fyrnast á 4 árum. Greiðist sektirnar ekki innan fyrningarfrests kemur til vararefsingar og þurfa fíklar að afplána þær. Í fyrstu kemur til samfélagsþjónustu en þegar fram lýða stundir eru vímuefndaneytendurnir boðaði í afplánun í fangelsi. Sektarferlið og fullnusta sekta tekur 4 ár. Á þeim tíma er það vel þekkt að fíklar sjái ekki tilganginn í að hætta neyslu. Það verður varla séð hvernig varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta geti verið til staðar. Þvert á móti telur Afstaða að slík refsing auki líkur að frekari neyslu. Vímuefnaneytandi hefur ekki þann ásetning að brjóta gegn refsilögum heldur er hann í sjúklegu ástandi sem kallar á neyslu fíkniefna. Um er að ræða andlegan-, líkamlegan- og félagslegan sjúkdóm sem verður ekki kveðinn niður með refsingum. Refsingin eykur eingöngu á hinn félagslega vanda sem er ein af meginorsökum neyslunnar. Refsing vegna neysluskammta getur þannig orðið ein helsta orsök neyslunnar og því má fullyrða að fælingarmáttur refsiákvæða um neysluskammta sé enginn, þvert á móti. Refsing ýtir undir neyslu. Með varnaðaráhrif refsinga vegna neysluskammta í huga vill Afstaða benda á tilgangsleysið sem felst í því að rannsaka slík brot vímuefnaneytenda og kostnaðinn sem því fylgir. Mikill tími lögreglu fer í rannsókn sem betur væri varið í þarfari verk. Málinu lýkur ekkert endilega hjá lögreglu enda eiga allir sakborningar rétt á verjanda og því að mál þeirra séu borin undir dómstóla. Þeim mikla tíma og fjármunum sem fer í dómsmeðferð væri líka betur varið í annað. Þá vill Afstaða benda á það að íslenska fangelsiskerfið er lögnu sprungið og í loft upp við Covid-faraldurinn. Biðlistar í fangelsi lengjast stöðugt en á þeim lista er fjölmennur hópur fólks sem býður afplánunar vararefsingar vegna sektardóma. Með öllu er tilgangslaust að fangelsa það fólk enda er það fast í viðjum sjúkdóms sem fangelsi læknar ekki. Þessi aðferð er nánast innheimtuaðferð sem endar með því að ríkið tapar sektinni og leggur út í aukakostnað við fangavist svo milljónatugum skiptir. Afstaða minnir á að Landspítalinn rekur sérstaka deild sem meðhöndlar fíknisjúkdóma. Sú deild er kostuð af hinu opinbera en fjármunirnir koma frá almenningi. Afstaða telur það almennt viðurkennt að fíklar þurfi á meðferð og uppbyggingarúrræðum að halda til að sigrast á vanda sínum. Með það í huga telur félagið því að refsingar fíkla vegna vímuefnanotkunar séu tvíræð þversögn. Ríkisvaldið skapar skuldavanda og kostar miklum fjármunum til við að senda fíkla í fangelsi. Skilda ríkisins er miklu fremur sú að meðhöndla fíkla með þeim aðferðum sem skila tilætluðum markmiðum og m.a. er unnið að á Landspítala. Minnt er á að fangelsi eru gróðrarstía fíkniefnaneyslu og efla fíkla í neyslunni. Að lokum vill Afstaða taka það fram að refsingar sjúklinga vegna sjúkdóms síns auka vandann. Slík refsiúrræði eru því til þess fallin að skapa vantrú almennings á réttarkerfinu og árangri þess. Það eru því mikilvægir almannahagsmunir sem krefjast þess að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta nái fram að ganga. F.h. Afstöðu, félags fanga á Íslandi, Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun