Golf

Fimm kylfingar hættir við þátttöku um helgina

Ísak Hallmundarson skrifar
Webb Simpson verður ekki með um helgina.
Webb Simpson verður ekki með um helgina. VÍSIR/GETTY

Fimm kylfingar hafa ákveðið að draga sig úr keppni á Travelers-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi sem fer fram um helgina.

Brooks Koepka, sem er í fjórða sæti heimslistans, og Graeme McDowell hafa dregið sig úr keppni eftir að kylfusveinar þeirra greindust með Kórónuveiruna. 

Bróðir Brooks, Chae Koepka hefur einnig dregið sig úr mótinu og þá ætla Cameron Champ og Webb Simpson ekki að taka þátt heldur. Simpson sigraði RBC Heritage mótið síðustu helgi en dró sig úr keppni á Travelers eftir að fjölskyldumeðlimur hans greindist með veiruna.

Þeir Rory McIlroy, Phil Mickelson og Bubba Watson munu þó allir taka þátt í mótinu sem hefst klukkan 19:00 í kvöld og er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.