Bílar

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Margir hafa lagt í ferðalög innanlands undanfarið.
Margir hafa lagt í ferðalög innanlands undanfarið.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð.

Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi.

Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.