Golf

Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir

Ísak Hallmundarson skrifar
Webb Simpson er einn af fjórum kylfingum sem leiða fyrir lokadaginn á morgun.
Webb Simpson er einn af fjórum kylfingum sem leiða fyrir lokadaginn á morgun. getty/Sam Greenwood

Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag.

Þeir Tyrrell Hatton, Abraham Ancer, Ryan Palmer og Webb Simpson eru jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn, á -15 höggum eins og áður sagði, en á eftir þeim koma þrír kylfingar einu höggi á eftir, eða á -14 höggum. Meðal þeirra er Daniel Berger sem vann Challenge-mótið síðustu helgi. 

Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum, er á tíu höggum undir pari fyrir lokadaginn og því fimm höggum á eftir efstu mönnum, en hann þarf að eiga draumahring á morgun ætli hann sér að vinna mótið. Sergio Garcia og Ian Poulter eru á þrettán höggum undir pari og Dustin Johnson er á tólf höggum undir pari. 

Það verður því mikil spenna á lokahringnum á morgun en bein útsending hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.