Halda áfram á PGA þrátt fyrir smit – Óróleiki í ráshópnum Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 08:00 Nick Watney lék fyrsta hringinn á RBC Heritage mótinu en varð svo að hætta. VÍSIR/GETTY Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Nick Watney varð að hætta keppni á PGA-mótinu RBC Heritage eftir að hann reyndist smitaður af kórónuveirunni. Aðrir kylfingar munu halda áfram leik þrátt fyrir að málið hafi valdið einhverjum óróleika. Keppni á PGA-mótaröðinni er eitt af fyrstu skrefunum í að íþróttalíf í Bandaríkjunum komist aftur í sama far og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Engir áhorfendur eru á mótunum og þurfa keppendur að fara eftir ýmsum reglum til að minnka smithættu. Allir fóru þeir í próf við komuna á mótið í Suður-Karólínu, þar á meðal Watney, en ekkert smit greindist þá. Watney lék fyrsta hring mótsins á fimmtudag en hætti svo. „Á föstudag, áður en hann mætti á mótsstað, sagðist hann finna fyrir einkennum og eftir að hann ráðfærði sig við lækni var tekið próf sem reyndist jákvætt,“ sagði í yfirlýsingu frá PGA-mótaröðinni. „Nick mun njóta fulls stuðnings PGA í bataferlinu og einangruninni sem nú tekur við, í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda. Með heilsu allra sem að mótaröðinni koma í huga hefur PGA-mótaröðin hafið viðbragðsaðgerðir í samráði við heilbrigðissérfræðinga, þar á meðal með þeim sem voru í mestum samskiptum við Nick,“ sagði í yfirlýsingunni. Hjartað sló hraðar og maður varð órólegur Luke List og Vaughn Taylor voru í ráshópi með Watney og héldu áfram keppni í gær. Taylor greindi frá því að starfsmaður mótaraðarinnar hefði sagt þeim frá veikindum Watney eftir fyrri níu holurnar í gær. „Ég fékk smá sjokk, ef ég á að segja eins og er. Hjartað fór að slá hraðar og maður varð svolítið órólegur,“ sagði Taylor. Þeir List og kylfusveinar voru strax teknir í próf til að sjá hvort að þeir hefðu smitast. „Ég var ekki í neinum nánum samskiptum við Nick í gær. Við héldum okkar fjarlægð og tókumst ekki í hendur. Strax eftir hringinn þá þvoði ég mér um hendurnar. Nick hóstaði aldrei eða hnerraði. Þess vegna líður mér ágætlega,“ sagði Taylor. Brooks Koepka veltir fyrir sér pútti á RBC Heritage mótinu.VÍSIR/GETTY Brooks Koepka, sem eitt sinn var efsti maður heimslistans, tók undir að það væri óþægilegt að vita til þess að smit hefði komið upp í keppendahópnum. „Það er óheppilegt að Nick hafi smitast. Á sama tíma vonar maður að þetta sé einangrað tilvik og að þetta dreifist ekki, því við stöndum frammi fyrir miklum vanda ef að þetta heldur svona áfram á komandi vikum,“ sagði Koepka. Mótið í Suður-Karólínu er aðeins annað mótið eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku fór fram Charles Schwab Challenge þar sem 487 sýni voru tekin en ekkert reyndist jákvætt. Watney lék á því móti en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira