Golf

Simpson efstur eftir tvo hringi

Sindri Sverrisson skrifar
Webb Simpson einbeittur á mótinu í Suður-Karólínu.
Webb Simpson einbeittur á mótinu í Suður-Karólínu. VÍSIR/GETTY

Webb Simpson er með forystuna eftir tvo hringi á RBC Heritage mótinu í golfi í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, er enn talsvert á eftir efstu mönnum.

Simpson lék líkt og í gær á -6 höggum en hann fékk átta fugla og tvo skolla á hringnum í dag. Hann er með eins höggs forskot á Bryson DeChambeau og Corey Conners en hinn kanadíski Conners fór upp um 26 sæti í dag þegar hann lék á -8 höggum.

McIlroy átti góðan dag í dag og lék á -6 höggum en er í 41.-58. sæti eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari á fyrsta hringnum. Hann kom sér þó í gegnum niðurskurðinn þar sem miðað er við samtals -4 högg.

Keppni heldur áfram næstu tvo daga og er mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.