Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 12:12 Samherji er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki. Vísir/Sigurjón Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira