Handbolti

Ísland með Portúgal riðli í undankeppni EM 2022

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu ætla sér að komast á EM 2022.
Aron Pálmarsson og félagar í íslenska landsliðinu ætla sér að komast á EM 2022. Vísir

Ísland lenti í riðli með Portúgal, Litháen og Ísrael þegar dregið var í undankeppni EM 2020 í dag. Strákarnir okkur ættu því að vera nokkuð sáttir með sinn riðil og þeir þekkja tvö þeirra ágætlega.

Íslenska landsliðið vann Portúgal í milliriðli á EM í janúar síðastliðnum og sló Litháen út úr umspili fyrir HM 2019.

Íslenska liðið var í fyrsta styrkleikaflokki í drættinum og slapp því við það að lenda í riðli með sterkustu Evrópuþjóðunum.

Undankeppni á að hefjast með tveimur leikjum hjá hverju liði í nóvember á þessu ári en heldur síðan áfram næsta vor og lýkur í maíbyrjun 2021. Úrslitakeppnin fer síðan frá 13. til 30. janúar 2022.

Efstu tvö liðin komast í lokakeppnina ásamt þeim fjórum liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sætinu.

Alfreð Gíslason þjálfar þýska landsliðið og lenti í riðli með Austurríki, Bosníu og Eistlandi.

Erlingur Richardsson þjálfar hollenska landsliðið sem lenti í erfiðum riðli með Slóveníu, Póllandi og Tyrklandi.

Riðlarnir í undankeppni EM 2022

Riðill eitt

 • 1 Frakkland
 • 2 Serbía
 • 3 Belgía
 • 4 Grikkland
Riðill tvö
 • 1 Þýskaland
 • 2 Austurríki
 •  3 Bosnía
 • 4 Eistland

Riðill þrjú

 • 1 Tékkland
 • 2 Rússland
 • 3 Úkraína
 • 4 Færeyjar

Riðill fjögur

 • 1 Ísland
 • 2 Portúgal
 • 3 Litháen
 • 4 Ísrael

Riðill fimm

 • 1 Slóvenía
 • 2 Holland
 •  3 Pólland
 • 4 Tyrkland

Riðill sex

 • 1 Noregur
 • 2 Hvíta-Rússland
 • 3 Lettland
 • 4 Ítalía

Riðill sjö

 • 1 Danmörk
 • 2 Norður-Makedónía
 • 3 Sviss
 • 4 Finnland

Riðill átta

 • 1 Svíþjóð
 • 2 Svartfjallaland
 • 3 Rúmenía
 • 4 Kósóvó


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.