Golf

Daniel Berger sigraði fyrsta PGA mótið eftir Covid-hlé

Ísak Hallmundarson skrifar
Berger með verðlaunin.
Berger með verðlaunin. getty/Ronald Martinez

Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger sigraði Challenge-mótið á PGA mótaröðinni í golfi, en þetta var fyrsta mótið á PGA eftir hlé sem var gert vegna Kórónuveirunnar. 

Berger þurfti að etja kappi við samlanda sinn Collin Morikawa í bráðabana en Berger hafði betur eftir eina holu. 

Þeir voru báðir samtals á 15 höggum undir pari á mótinu. Þetta var fyrsti sigur Berger í þrjú ár á PGA-móti. 

Bry­son DeCham­beau, Just­in Rose, Ja­son Kokrak og Xand­er Schauf­fele enduðu í þriðja til sjötta sæti, en þeir voru á 14 högg­um und­ir pari. Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum, náði sér ekki á strik á lokahringnum í dag sem hann endaði á fjórum höggum yfir pari en hann var alls á sex höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×