Golf

McIlroy flaug upp í toppbaráttuna en Varner er efstur

Sindri Sverrisson skrifar
Rory McIlroy var magnaður í Texas í gær.
Rory McIlroy var magnaður í Texas í gær. VÍSIR/GETTY

Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, átti stórkostlegan hring á Charles Schwab mótinu í Texas í gær þegar hann kom sér í baráttuna um sigur á öðrum degi mótsins.

McIlroy lék á sjö höggum undir pari í gær og er samtals á -9 höggum eftir tvo hringi. Hann er því kominn upp í 4.-6. sæti en er enn tveimur höggum á eftir forystusauðnum Harold Varner III sem hélt sér á toppnum.

Jordan Spieth og Bryson DeChambeau eru í 2.-3. sæti á -10 höggum, á þessu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.

Justin Rose, sem deildi toppsætinu með Varner eftir fyrsta hring, lék á -1 höggi í gær og er því samtals á -8 höggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×