Það er ekkert sjálfgefið, Kristinn H. Svanur Guðmundsson skrifar 9. júní 2020 17:00 Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar