Skipulag og uppbygging til framfara Ó. Ingi Tómasson skrifar 8. júní 2020 08:00 Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, var stigið stórt og ábyrgt skref til framfara í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 hefur það m.a. að markmiði að draga úr óhagkvæmri þenslu byggðar en ætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70.000 tímabilinu, auka sjálfbærni með markvissri byggðaþróun og uppbyggingu þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa. Til að ná þessum markmiðum verður þróun þéttbýlis innan vaxtarmarka, meginþunga vaxtar verður beint á miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Aukin þátttaka almennings í notkun almenningssamgangna er ein meginforsenda þess að markmið svæðisskipulagsins nái fram að ganga. Meginkjarnar allra sveitarfélaganna verða tengdir saman með hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlínu sem verður góður valkostur fyrir íbúa um bílausan lífsstíl. Fyrsta skrefið í þá átt var undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Staða svæðisskipulagsins í Hafnarfirði Árið 2015 var svæðisskipulagið samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Í janúar 2018 var fjölmennur og vel heppnaður fundur um Borgalínu haldinn í Hafnarborg. Samkvæmt samgöngusáttmálanum verður framkvæmd vegna sérrýmis Borgarlínu frá Kringlu í Hafnarfjörð á árunum 2027-2030. Framkvæmdum við Reykjanesbraut – Álftanesveg – Lækjargata verður lokið árið 2028, áætlaður kostnaður er 13 milljarðir. Ef skoðuð eru markmiðin sem áður eru nefnd þá er vissulega ágreiningur um hvar og hvernig eigi að uppfylla markmið svæðisskipulagsins um þéttingu byggðar sem er forsenda bættra almenningssamgangna, aukinna umhverfisgæða og betri lífsgæða. Samkvæmt svæðisskipulaginu og aðalskipulagi Hafnarfjarðar er byggingarland á nýju óbrotnu landi að skornum skammti hér í Hafnarfirði, telja má að hægt sé að úthluta lóðum undir um 2.500 íbúðir fram til ársins 2040, þörfin miðað við 2% fjölgun íbúa er 6.300 - 7.600 íbúðir. Standa gegn uppbyggingu Í umræðunni hefur verið vísað til lítillar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis hér í Hafnarfirði. Háspennulínur yfir nýbyggingarsvæðum hafa reynst okkur erfiðar, komin er bráðabirgðalausn á það mál og nýlega var úthlutað lóðum undir hundruði íbúða í Hamranesi. Þéttingarsvæði hafa verið til umræðu, skipulags- og byggingarráð hefur lagt til þéttingu á reitum sem hafa ekki mikil áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Stærsta þéttingaverkefnið er uppbygging á Hraunum vestur. Deiliskipulagstillaga er nær til svæðis við Reykjavíkurveg, Hjallahrauns og Helluhrauns var samþykkt í skipulags- og byggingarráði með atkvæðum meirihlutans gerir ráð fyrir 490 íbúðum, verslun og þjónustu auk leikskóla. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulagsins og hugmyndafræði rammaskipulags um svæðið. Það vekur athygli að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni sem kemur e.t.v. ekki á óvart þar sem sér í lagi fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ýmist lagst gegn skipulagstillögum sem eru í takt við svæðisskipulagið eða ekki tekið afstöðu til þeirra. Það er því umhugsunarvert hvort hugur hafi fylgt máli þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt í bæjarstjórn. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun áfram vinna að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, bættum almenningssamgöngum og úrbætum á Reykjanesbraut og þar með bættum hag Hafnfirðinga með markmið svæðisskipulagsins að leiðarljósi. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun