Ritsóðinn Helgi Seljan Páll Steingrímsson skrifar 4. júní 2020 14:30 Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Páll Steingrímsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann lýsir vanþóknun sinni á nafngreindum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Í þessum skrifum virðist hann hafa kosið að líta alfarið framhjá þeim siðareglum sem hann er bundinn af sem starfsmaður ríkisfjölmiðilsins. Mér var bent á færslu sem Helgi skrifaði á Facebook miðvikudaginn 27. maí um Helga Vífil Júlíusson, blaðamann Markaðarins á Fréttablaðinu, sem var bæði ósvífin og rætin. Tilefni skrifanna var pistill Helga Vífils þar sem hann fjallaði um breytt eignarhald á Samherja hf. á öðrum nótum en þau æsifrétta- og reiðiskrif sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Í stað þess að svara Helga Vífli með rökum fór Helgi Seljan í beint í manninn, rifjaði upp mál föður Helga Vífils sem var nýverið sakfelldur í sakamáli í Landsrétti, og réðst þannig ósmekklega að kollega sínum á öðrum fjölmiðli og fjölskyldu hans. Erfitt er að sjá hvernig mál föður Helga Vífils tengist pistlaskrifum sonarins og lesendur geta sjálfir dæmt um hversu smekklegt það er að blanda þessu tvennu saman. Í starfi sínu sem fréttamaður er Helgi Seljan ekki aðeins bundinn af vinnureglum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fjalla um það hvernig fréttamenn eigi að bera sig að í starfi, heldur er hann einnig bundin af siðareglum Ríkisútvarpsins, eins og allir aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í 2. gr. umræddra siðareglna segir: „Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.“ Í 3. gr. reglnanna kemur svo skýrt fram að starfsfólk RÚV taki ekki opinberlega afstöðu í umræðu um umdeild mál. Þar segir: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Þessi einföldu fyrirmæli virðast ekki gilda um ritsóðann Helga Seljan. Því hann ræðst ítrekað að fólki og fyrirtækjum, sendir mönnum tóninn og tekur afstöðu í pólitískt viðkvæmum málum á samfélagsmiðlum. Þetta hefur hann gert að því er virðist án nokkurra athugasemda frá yfirmönnum sínum hjá Ríkisútvarpinu. Það virðist ekki skipta Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, nokkru máli að einn af þekktustu starfsmönnum stofnunarinnar þverbrjóti ítrekað siðareglur hennar á opinberum vettvangi. Helgi Seljan hefur áður sætt aðfinnslum opinberlega fyrir framgöngu sína á Facebook og Twitter. Hér má nefna pistil Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins, sem birtist í vefútgáfu miðilsins hinn 12. janúar síðastliðinn. Þar voru færð rök fyrir því að Helgi hefði brotið siðareglurnar með skrifum sínum. „Það getur ekki hafa farið fram hjá yfirstjórn RÚV ohf., hvorki stjórn né æðstu yfirmönnum í Efstaleiti. Samt viðgengst það,“ skrifaði fjölmiðlarýnirinn. Og brotin viðgangast enn. Spurningin er bara, hversu lengi? Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun