Vellíðan skólanemenda Gunnar Einarsson skrifar 4. júní 2020 13:30 Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun