Körfubolti

Helena Sverrisdóttir ólétt og leikur ekki með Val fyrr en á næsta ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helena Sverrisdóttir hefur verið máttarstólpi í íslenskum körfubolta undanfarin ár.
Helena Sverrisdóttir hefur verið máttarstólpi í íslenskum körfubolta undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, mun ekki leika með liðinu meira á þessu ári en hún er ólétt og á von á sér í desember. Er þetta annað barn hennar og Finns Atla Magnússonar, sem einnig leikur með Val.

View this post on Instagram

Og þá verðum við fjögur

A post shared by Helena Sverrisdottir (@helenasverris) on

Karfan.is greindi frá því í dag að hún stefndi þó að því að spila með Val eftir áramót og ná þannig síðustu leikjum Domino´s deildar kvenna sem og úrslitakeppninni. 

Valskonur eru til alls líklegar á næsta tímabili en landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir gekk í raðir liðsins frá KR á dögunum.

Helena skoraði að meðaltali 16 stig, tók níu frá­köst og gaf fimm stoðsend­ing­ar í leik á síðasta tímabili er Valur varði deildarmeistaratitilinn. Þær fengu þó ekki möguleikann á að verja Íslandsmeistaratitilinn þar sem deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.