NBA deildin ræddi við KKÍ um að koma með NBA-liðin til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 15:20 LeBron James og Giannis Antetokounmpo eru tvær af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og voru mögulega á leiðinni til Íslands áður en NBA ákvað að spila allt í Disney World. Getty/Andrew D. Bernstein Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu. NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu.
NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn