Ferðagjöf upp Ártúnsbrekku og allan hringinn Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 27. maí 2020 17:30 Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar