Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum Þórir Guðmundsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun