KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 18:00 Hildur Björg Kjartansdóttir var frábær fyrir KR en er nú komin í herbúðir Vals. VÍSIR/BÁRA Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. „Að vera að semja við leikmann núna er eitthvað sem að mér finnst pínu skrýtið,“ sagði Böðvar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Þar sagði Böðvar ljóst að erfitt hefði verið síðustu vikur að gera skuldbindingar, í ljósi þess að KR hefði orðið af 15-20 milljónum króna þegar úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum búin að ræða málið við þá leikmenn sem eru núna í KR, í meistaraflokki karla og kvenna, og ég hef beðið fólk um að sýna þolinmæði, sem það hefur gert,“ sagði Böðvar, en Hildur skrifaði undir samning hjá Val þann 13. maí. „Ég sendi inn tilboð á Hildi um þessa helgi (9.-10. maí), og svo í vikunni er blaðamannafundur á Híðarenda þar sem er tilkynnt um hennar komu. Tilboðið sem ég bauð Hildi var náttúrulega ekki nálægt því sem að Valsmenn buðu, og því fór sem fór. Hildur er atvinnukona og hún reyndist félaginu gríðarlega vel. Hún er frábær persónuleiki innan vallar sem utan og ég óska henni bara alls hins besta,“ sagði Böðvar. En hvað um það sem Hildur sagði, að hún hefði í raun sjálf þurft að hafa samband við KR til að vita hver vilji félagsins væri varðandi hennar mál? „Ég var nú reyndar í samskiptum við umboðsmann hennar, þar sem að öll samskipti frá byrjun hafa farið í gegnum umboðsmanninn. Það var eitthvað sem að Hildur vildi sjálf,“ sagði Böðvar, sem í dag kynnti Francisco Garcia sem nýjan þjálfara kvennaliðs KR. Klippa: Sportið í dag - Böðvar tjáir sig um brotthvarf Hildar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00 Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Hildur fékk ekkert á hreint hjá KR og leitaði annað Vegna óvissunnar sem ríkir hjá körfuknattleiksdeild KR og vegna þess að félagið kom ekki með klárt tilboð á borð til hennar, ákvað Hildur Björg Kjartansdóttir að róa á ný mið. 14. maí 2020 18:00
Kanóna til Vals frá KR Valskonur hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu körfuboltaleiktíð því Hildur Björg Kjartansdóttir hefur skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. 13. maí 2020 18:04
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16