Golf

Mastersmótinu í golfi frestað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og hér er hann kominn í græna jakkann.
Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og hér er hann kominn í græna jakkann. Getty/Andrew Redington

Fyrsta risamóti ársins í golfi hefur nú verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Mastersmótið í golfi átt að fara fram 9. til 12. apríl næstkomandi á Augusta golfvellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum.

Mastersmótið bætist þar með í hóp fjölda íþróttamóta í Bandaríkjunum og í öllum heiminum sem hefur verið frestað vegna COVID-19.

Bara í nótt var Players meistaramótinu frestað auk fleiri PGA móta og nú hefur Mastersmótið bæst við þann hóp.

Fred Ridley, stjórnarformaður Augusta National Golf Club, sem heldur Mastersmótið, tilkynnti um þessa ákvörðun í dag.

„Við höfum ákveðið að fresta Mastersmótinu um óákveðinn tíma eftir að hafa tekið til skoðunar allar upplýsingar og ráð frá sérfræðingum,“ sagði Fred Ridley.

Mastersmótið er eitt stærsta íþróttamót heims á hverju ári og miðpunktur alls íþróttaheimsins þegar það fer fram. Það hefur alltaf farið fram í apríl síðan í seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×