„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Daníel Freyr er á leið út á ný. vísir/bára Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira