Viðskipti innlent

Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, lengst til hægri, þegar World Class tilkynnti um opnun stöðvar í Smáralind. Fulltrúar Smáralindar og Regins eru með á myndinni.
Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, lengst til hægri, þegar World Class tilkynnti um opnun stöðvar í Smáralind. Fulltrúar Smáralindar og Regins eru með á myndinni. World Class

Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að Laugum, stöð sinni í Laugardalnum, á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. Útibú World Class við Kringluna opnar sömuleiðis á miðnætti en sú stöð er almennt opin allan sólarhringinn.

Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, eigendur World Class, ætla því að feta í fótspor sundlauganna í Reykjavík og víðar á landinu sem fögnuðu opnun á ný með miðnæturopnunum. Langar raðir mynduðust við sundlaugarnar og þurftu margir frá að hverfa.

Björn hefur lýst yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. Í framhaldinu var staðfest að líkamsræktarstöðvar mættu opna viku síðar.

Um fimmtíu þúsund manns eru með kort í World Class. Björn hefur fullyrt að World Class hafi tapað um 75 milljónum króna í hverri viku á meðan stöðvarnar voru lokaðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×