Tæknilæsið og skólakerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. maí 2020 12:00 Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun