Skiljum engan eftir Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. maí 2020 08:30 Eitt af stóru verkefnum okkar í borgarstjórn þessi misserin er að finna leiðir hvernig við sem samfélag getur farið sem best í gegnum þær hremmingar sem Kórónufaraldurinn hefur valdið. Ekki síst á það við um viðkvæma hópa í samfélaginu, sem stóðu höllum fæti fyrir og mega alls ekki við frekari byrðum. Undanfarið tala margir um að þeir hafi fundið fyrir samstöðu samfélagsins að við séum öll á sama báti að berjast gegn veirunni. Ég tek hinsvegar eftir því að stórum hluta fólks finnst hann bara alls ekki vera með á þeim bát og það er ólíðandi. Ekkert samkomulag um fátækt Til að mynda langar mig að hrósa ÖBÍ fyrir að minna okkur stöðugt á að það er fólk hér, fjöldi fólks sem við sem samfélag virðumst hafa sameinast um að halda í fátækt. Samfylkingin og meirihlutinn í borgarstjórn er ekki aðili að þeirri samþykkt, enda höfum við sýnt það á kjörtímabilinu, að við viljum standa með þeim, sem þurfa á stuðningi að halda. Við höfum stóraukið skóla- og velferðarþjónustu og forgangsraðað þeim sem búa við fátækt, þeim sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna. Heimili fyrir alla Við munum á þessu kjörtímabili fjölga félagslegum íbúðum um að minnsta kosti 500 og líklega verður þeim fjölgað enn meira. Við erum einnig að stórauka þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Samliggjandi íbúðir, stakar íbúðir, smáhýsi, neyðarskyli og fleira. Stóraukn þjónusta með eflingu VOR teymis og samráðs við fjölda aðila eins og Frú Ragnheiði, Rauða krossinn og fl. í samræmi við stefnu og aðgerðaáætlun sem samþykkt var á síðasta ári. Vinnum gegn fátækt Þá höfum við verið með fjölda úrræða til að styðja við fólk sem er á fjárhagsaðstoð til að komast í vinnu og virkni. Og vegna Kórónufaraldursins höfum við sett saman hóp sem er að fara yfir öll okkar úrræði og meta hverju megi breyta og hvar þurfi að bæta í. Á vegum Velferðarráðs er nú unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir sárafátækt í Reykjavík, en það er eitt af stóru málunum í samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Þar höfum við horft sérstaklega til aðstæðna barna. Allar þessar aðgerðir munum við einnig yfirfara og endurmeta í ljósi breyttra aðstæðna vegna Kórónufaraldursins og er sú vinna þegar hafin. Aðgerðir vegna Kórónuveirunnar Þó velferðarþjónusta borgarinnar hafi verið stóraukin á kjörtímabilinu, er borðleggjandi að við þurfum nú að gera enn betur, vegna fjárhagslegra og félagslegra áhrifa Kórónuveirunnar. Skráð atvinnuleysi mældist 5% í febrúar en fór upp í 18% í apríl. Ljóst er að afleiðingar munu koma fram hjá þeim fjölmörgu viðkvæmu hópum sem eru í þjónustu velferðarsviðs, s.s. börnum og fjölskyldum, eldri borgurum, fötluðu fólki, jaðarsettum hópum, útlendingum, flóttafólki og þeim tekjulægstu. Fjöldi nýrra aðgerða Við höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða, ekki ósvipað þeim aðgerðum sem gripið var til í bankahruninu 2008 en nú er þó meiri áhersla lögð á að aðstoða barnafjölskyldur, m.a. með 20.000 kr eingreiðslu með hverju barni foreldra á fjárhagsaðstoð. Þá höfum við beint því til fyrirtækja og stofnanna borgarinnar að sýna sveigjanleika í allri innheimtu, lækka, fresta, leiðrétt og fella niður ýmis gjöld, leigu oþh þar sem það á við. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum mun síðan í samráði við hagsmunaaðila fylgjast með lykilþáttum og áhrifum faraldursins á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. Hækkun lífeyris strax En ríkisvaldið þarf einnig að standa sína plikt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar verða að ná endum saman í þessu ástandi, án sérstaks stuðnings sveitarfélags og við hljótum að krefjast þess að eðlileg framfærsla þessara hópa sé tryggð. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál og einnig að nemar geti fengið atvinnuleysisbætur. Grunnatvinnuleysisbætur þurfa einnig að hækka í samræmi við launaþróun. Öll á sama báti! Við þurfum að skoða allar mögulegar leiðir til að standa með Reykvíkingum í gegnum afleiðingar Kórónuveirufaraldursins og við verðum að tryggja að enginn verði án matar eða heimilis í Reykjavík - aldrei. Borgin okkar á að vera borgin okkar allra. Við erum öll jafn mikilvæg, eigum öll að vera á sama báti og stefna í sömu átt. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnum okkar í borgarstjórn þessi misserin er að finna leiðir hvernig við sem samfélag getur farið sem best í gegnum þær hremmingar sem Kórónufaraldurinn hefur valdið. Ekki síst á það við um viðkvæma hópa í samfélaginu, sem stóðu höllum fæti fyrir og mega alls ekki við frekari byrðum. Undanfarið tala margir um að þeir hafi fundið fyrir samstöðu samfélagsins að við séum öll á sama báti að berjast gegn veirunni. Ég tek hinsvegar eftir því að stórum hluta fólks finnst hann bara alls ekki vera með á þeim bát og það er ólíðandi. Ekkert samkomulag um fátækt Til að mynda langar mig að hrósa ÖBÍ fyrir að minna okkur stöðugt á að það er fólk hér, fjöldi fólks sem við sem samfélag virðumst hafa sameinast um að halda í fátækt. Samfylkingin og meirihlutinn í borgarstjórn er ekki aðili að þeirri samþykkt, enda höfum við sýnt það á kjörtímabilinu, að við viljum standa með þeim, sem þurfa á stuðningi að halda. Við höfum stóraukið skóla- og velferðarþjónustu og forgangsraðað þeim sem búa við fátækt, þeim sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna. Heimili fyrir alla Við munum á þessu kjörtímabili fjölga félagslegum íbúðum um að minnsta kosti 500 og líklega verður þeim fjölgað enn meira. Við erum einnig að stórauka þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Samliggjandi íbúðir, stakar íbúðir, smáhýsi, neyðarskyli og fleira. Stóraukn þjónusta með eflingu VOR teymis og samráðs við fjölda aðila eins og Frú Ragnheiði, Rauða krossinn og fl. í samræmi við stefnu og aðgerðaáætlun sem samþykkt var á síðasta ári. Vinnum gegn fátækt Þá höfum við verið með fjölda úrræða til að styðja við fólk sem er á fjárhagsaðstoð til að komast í vinnu og virkni. Og vegna Kórónufaraldursins höfum við sett saman hóp sem er að fara yfir öll okkar úrræði og meta hverju megi breyta og hvar þurfi að bæta í. Á vegum Velferðarráðs er nú unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir sárafátækt í Reykjavík, en það er eitt af stóru málunum í samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Þar höfum við horft sérstaklega til aðstæðna barna. Allar þessar aðgerðir munum við einnig yfirfara og endurmeta í ljósi breyttra aðstæðna vegna Kórónufaraldursins og er sú vinna þegar hafin. Aðgerðir vegna Kórónuveirunnar Þó velferðarþjónusta borgarinnar hafi verið stóraukin á kjörtímabilinu, er borðleggjandi að við þurfum nú að gera enn betur, vegna fjárhagslegra og félagslegra áhrifa Kórónuveirunnar. Skráð atvinnuleysi mældist 5% í febrúar en fór upp í 18% í apríl. Ljóst er að afleiðingar munu koma fram hjá þeim fjölmörgu viðkvæmu hópum sem eru í þjónustu velferðarsviðs, s.s. börnum og fjölskyldum, eldri borgurum, fötluðu fólki, jaðarsettum hópum, útlendingum, flóttafólki og þeim tekjulægstu. Fjöldi nýrra aðgerða Við höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða, ekki ósvipað þeim aðgerðum sem gripið var til í bankahruninu 2008 en nú er þó meiri áhersla lögð á að aðstoða barnafjölskyldur, m.a. með 20.000 kr eingreiðslu með hverju barni foreldra á fjárhagsaðstoð. Þá höfum við beint því til fyrirtækja og stofnanna borgarinnar að sýna sveigjanleika í allri innheimtu, lækka, fresta, leiðrétt og fella niður ýmis gjöld, leigu oþh þar sem það á við. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum mun síðan í samráði við hagsmunaaðila fylgjast með lykilþáttum og áhrifum faraldursins á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. Hækkun lífeyris strax En ríkisvaldið þarf einnig að standa sína plikt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar verða að ná endum saman í þessu ástandi, án sérstaks stuðnings sveitarfélags og við hljótum að krefjast þess að eðlileg framfærsla þessara hópa sé tryggð. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál og einnig að nemar geti fengið atvinnuleysisbætur. Grunnatvinnuleysisbætur þurfa einnig að hækka í samræmi við launaþróun. Öll á sama báti! Við þurfum að skoða allar mögulegar leiðir til að standa með Reykvíkingum í gegnum afleiðingar Kórónuveirufaraldursins og við verðum að tryggja að enginn verði án matar eða heimilis í Reykjavík - aldrei. Borgin okkar á að vera borgin okkar allra. Við erum öll jafn mikilvæg, eigum öll að vera á sama báti og stefna í sömu átt. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun