Handbolti

Gæsa­húðar­syrpa frá ferli Guð­jóns Vals: „Nú ætla ég að fara upp í bíl og gráta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur var klökkur þegar syrpan var á enda.
Guðjón Valur var klökkur þegar syrpan var á enda. vísir/s2s

Guðjón Valur Sigurðsson lagði eins og flest vita handboltaskóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar en hann mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp bæði feril sinn hjá félagsliðum sem og í landsliðinu.

Guðjón endaði á því að fara á 22 stórmót með íslenska landsliðinu sem og að vinna deildarmeistaratitil í fjórum löndum ásamt urmul af öðrum bikurum. Undir lok Seinin bylgjunnar þegar Henry Birgir Gunnarsson gerði upp landsliðsferilinn með Guðjóni var sýnd syrpa af ferli hans.

„Þetta er of mikið. Ég er hrærður. Nú ætla ég að fara upp í bíl og gráta,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson þegar syrpan var á enda. Syrpuna sem og viðbrögð Guðjóns við henni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Syrpa frá ferli Guðjóns Vals

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×