Sprenghlægileg kveðja Kára til Guðjóns: „Þessi maður er einstakur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 07:30 Kári Kristján sendir Guðjóni góða kveðju. vísir/s2s Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var einn þeirra sem sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af landsliðsferli Guðjóns í Seinni bylgjunni í síðustu viku. Margir landsliðsmenn og fyrrum samherjar Guðjóns sendu inn kveðjur í þáttinn þar sem þeir þökkuðu fyrrverandi landsliðsferlinum fyrir samveruna í landsliðinu. Kveðja Kára var í léttari kantinum og sagði Kári meðal annars frá því að fyrsta kærasta Guðjóns hafi verið Svíagrýlan. „Elska sig líka, vinur,“ sagði Guðjón Valur en Kári endaði á því að segja að Guðjón Valur væri einn besti leikmaður í sögu lýðveldisins og að hann elskaði hann. Guðjón lýsti svo vináttu sinni og Kára. „Ég veit ekki hvernig og afhverju við pössum saman. Það er með ólíkindum. Það er svo margt ólíkt í okkur en ákveðnir sterkir hlutir sem passa saman. Einhverntímann lenti okkur saman þegar hann var að koma inn í landsliðið. Það var útaf einhverju veseni sem gerðist erlendis hjá hans klúbb en þegar við náðum saman aftur er eins og það hafi ekki slitnað slefið á milli okkar.“ Guðjón Valur er einn eiganda pizzastaðsins Íslensku Flatbökunnar í Kópavogi og Kári þakkaði Guðjóni fyrir að kaupa þann stað fyrir sig. „Hann er alveg eins og heimalingur þegar hann kemur á Flatbökuna. Hann er eini gesturinn sem fær að labba um eldhúsið eins og starfsmaður. Þessi maður er einstakur. Hann er límið í landsliðinu oft á tíðum og einstaklega fyndinn og orðheppinn og að vel að orði farinn.“ Kári sagði einnig frá því í innslaginu að Guðjón Valur hafi kennt sér að drekka vatn og að borða ekki fimm Lion Bar á sama tíma. Guðjón Valur sagði eftir innslagið að þetta sé sönn saga en innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Kára Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni