Flókið en viðráðanlegt Logi Einarsson skrifar 9. mars 2020 15:30 Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Logi Einarsson Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun