Flókið en viðráðanlegt Logi Einarsson skrifar 9. mars 2020 15:30 Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Logi Einarsson Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun