Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:30 Nýja þjálfarateymið hjá Stjörnunni. Arnar Guðjónsson með þeim Danielle Rodriguez og Inga Þór Steinþórssyni. Vísir/KJartan Atli Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira