Tími fyrir fisk Kristján Ingimarsson skrifar 16. maí 2020 12:30 Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar