Já, forsætisráðherra! Hjálmar Jónsson skrifar 16. maí 2020 11:00 Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sótt er að upplýsingarétti almennings rétt eina ferðina þessa dagana og er kannski ekki í frásögur færandi miðað við það hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni til þessa. Nú er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum. Í frumvarpinu er það nýmæli að skylt er að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila, þ.e.a.s. þann sem upplýsingarnar geta varðað, bæði á vettvangi stjórnsýslunnar og einnig eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað um aðgang að upplýsingum. Með þessum breytingum myndi framkvæmd upplýsingabeiðn þyngjast verulega og afgreiðslutími lengjast enn frekar en nú er raunin og er hann þó alltof langur fyrir. Borgarskjalasafn og úrskurðarnefnd um upplýsingamál benda á það í umsögnum sínum að samkvæmt gildandi lögum sé heimilt að bera upplýsingabeiðnir undir þriðja aðila og því sé ekki nauðsynlegt að mæla fyrir um skyldu í þessum efnum, enda sé skylda til öflunar afstöðu þriðja aðila atviksbundin og leiði af eðli máls hverju sinni. Svo dæmi sé tekið hefði það ekki verið valkvætt heldur skylt að bera upplýsingabeiðni um 18 milljón króna námsstyrk Seðlabankans undir þann sem styrkinn hlaut. Menn geta velt því fyrir sér hversu eðlilegt það sé? Fyrirfram hefði mátt ætla að upplýsingar um slíka greiðslur ættu alltaf að vera opinberar og gagnsæjar og að leynd þar um geti aldrei verið eðlileg. Samt þurfi héraðsdómur að úrskurða um að afhenda bæri þessar upplýsingar og eflaust hefði dómnum verið áfrýjað til Landsréttar ef ekki hefði verið skipt um seðlabankastjóra í millitíðinni! Það er umhugsunarvert að frumvarpið er samið í forsætisráðuneytinu á grundvelli umsagnar Samtaka atvinnulífsins þegar frumvarp um breytingar á upplýsingalögum, sem síðar urðu lög nr. 72/2019, var til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þær lagabreytingar voru lagðar til af nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og var eitt fjölmargra frumvarpa sem nefndinni sendi frá sér til að styrkja tjáningarfrelsið í landinu. Nefnd forsætisráðherra taldi ekki nauðsynlegt að leiða í lög skyldu til að leita eftir afstöðu þriðja aðila. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taldi í fyrra, þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni, ekki nauðsynlegt að taka til greina athugasemdir SA í þessum efnum og enginn af 63 þingmönnum Alþingis taldi ástæður til að leggja fram breytingartillögu þessa efnis. Forsætisráðuneytið sér hins vegar ástæðu til þess að taka upp hluta tillagna SA að eigin frumkvæði svo skömmu eftir upplýsingalögin voru til meðferðar á Alþingi af því að það er mat ráðuneytisins að það geti „verið til nokkurra bóta miðað við gildandi rétt,” eins og segir í greinargerðinni. Nú er flestum okkar sem komin eru á miðjan aldur minnistæðir breskur sjónvarpsþættirnir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra, sem fjölluðu um samskipti embættismannakerfis og kjörinna fulltrúa með skoplegum hætti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki er kominn tími á íslenskra útgáfu þáttanna; mér sýnist ýmislegt benda til þess! Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun